Leita í fréttum mbl.is

Andlitslyftingin

Gunnar ákvað að fá sér smá andlitslyftingu fyrir afmælisdaginn sinn.
Hann eyddi 500.000 kr. í aðgerðina, og var bara mjög sáttur við árangurinn.

Á leiðinni heim stoppar hann hjá blaðasala, og kaupir DV. Áður en hann yfirgaf blaðasalann, segir hann við hann: "ég vona að þér sé sama, þó ég spyrji, en hvað heldur þú að ég sé gamall? Svona ca. 35 ára", segir blaðasalinn. "Ég er nú raunverulega 47 ára", segir Gunnar, mjög stoltur.
Hann kom við á McDonalds á heimleiðinni, og spurði afgreiðslustúlkuna sömu spurningar. Hún svaraði að bragði: "þú ert örugglega ekki degi eldri en 29 ára".  "Ég er nú samt 47 ára", og nú leið okkar manni virkilega vel.
Á meðan hann beið eftir strætó, spurði hann gamla konu sömu spurningar. Hún sagði: "ég er nú orðin 85 ára gömul, og sjónin er aðeins farin að gefa sig".  "En þegar ég var yngri, kunni ég pottþétta aðferð til að segja til um aldur manna".
Ef ég set höndina niður í nærbuxurnar, og leik mér að eistunum í tíu/ellefu mínútur, þá get ég sagt nákvæmlega hvað þú ert gamall".
Gunnar leit í kringum sig, og sá engan, svo hann hugsaði með sér, ætli maður hafi ekki einhvern tíman gert eitthvað verra en þetta".
Sú gamla rennir hendinni niður í nærbuxurnar.  Tíu/ellefu mínútum seinna, segir sú gamla: " OK ég er tilbúinn, þú ert 47 ára".
Stynjandi segir Gunnar "þetta er frábært, hvernig fórstu að þessu?".
Sú gamla horfði rólega á hann og svaraði: " ég var fyrir aftan þig á McDonalds.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband