Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Fleiri myndir

Ég þreystist seint á því að taka myndir af prinsessunni og hef bætt í myndaalbúmið slatta af myndum sem teknar voru í gær.

Af þeim mæðgum er allt gott að frétta og heilsast báðum vel. Sváfu báðar í alla nótt að undanskildu smá vakningu um 3 leitið til að fá sér að súpa og svo ekkert aftur fyrr en um kl. 7 að mér skildist. 

Annars bjó ég til síðu fyrir hana á barnalandi og hef verið að fá það til að virka. Slóðinn að þeirri síðu er http://barnaland.is/barn/62048

Svo hef ég skoðað og búið til síðu fyrir hana á barnanet.is. Eftir að hafa skoðað það kerfi þá reikna ég með að það verði fyrir valinu. Það er reyndar ekki frítt en miklu einfaldara og auðveldara í notkunn. Ég ætla að leyfa Sólrúnu að ákveða hvort verður fyrir valinu. Slóðinn að síðunni hjá barnanet.is er http://www.barnanet.is/4222/

Önnur hvort síðan verður hennar aðalsíða. Hvor síðan það verður verður tekin ákvörðun um síðar og það auðvitað tilkynnt.

Fleiri fréttir verða sagðar af þeim um leið og þær berast.


Prinsessa fædd

Þá er bumbubúinn mættur í heiminn.

Kl. 08:54 fæddist lítil prinsessa á Landspítalanum í Reykjavík.

Stúlkan mældist 49.5 cm. og vó 2990 gr. eða rétt tæpar 12 merkur. Hvar Sólrún geymdi þennan gullmola er mér og fleirum gjörsamlega hulin ráðgáta.

Hvað um það, fleiri fréttir seinna en ég hef sett inn nokkrar myndir inn í albúm bumbubúans. Á næstu dögum mun daman opna sína eigin síðu og verður hún til að byrja með á barnalandi. Þetta kerfi hér er ekki alveg nógu gott hvað myndir varðar. Þegar sú síða verður tilbúin þá verður slóðinn að henni auglýstur rækilega.


Lestur hans hljómaði eins og suð í áhugalausri býflugu

Ég sá í fréttunum þegar Grétar var að lesa 1. maí ræðuna sína og skemmti mér konunglega yfir lestrinum. Eftir að ég las ræðuna þá vil taka það fram að ég er fyllilega sammála manninum í því sem segir en að hlusta á hann lesa, maður lifandi. Þetta var hreinasta hörmung. Grétar ætti að skella sér á námskeið í því hvernig eigi að lesa svona ræður.

Þessi lestur hljómaði eins og suð og skildi akkúrat ekkert eftir sig og hljómaði frekar ótrúverðugt.

Það er frekar erfitt að lýsa því með orðum hvernig þetta hljómaði en ef þú, lesandi góður, lest þetta sem er hér fyrir neðan, með áhugalausum hljóm og frekar suðandi þá hljómaði ræðan eitthvað á þessa leið.

"Þettaeralgjörtbullsemégeraðlesaogégtrúiekkiorðisemstendurþarna.
Mérfinnstágættaðveraáskrifandiaðlaununummínumogtakkfyrir.

Svona hljómaði þetta fyrir mér þótt að þetta hafi alls ekki verið það sem hann sagði. 

Það vantaði allan baráttu kraft í þennan lestur. Þess vegna hljómaði þetta ekki trúverðugt hjá formanni ASÍ, með fullri virðingu fyrir honum.


mbl.is „Velferð fyrir alla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað eru þessir ekki hrifnir af Eika víst þeim líkaði Silvía "Crap"

Þarna ríða snillingar um héruð sem hafa nú, því miður, ekki meira vit á því sem þeir eru að tala um en að þeir spáðu Silvíu "Crap" sigri. Það vita allir hvaða útreið sú dama fékk.

Ég ætla nú bara rétt að vona að það sé jafn mikið að marka þessa spá frá þeim og þá sem kom í fyrra.


mbl.is Ekki hrifnir af Eiríki og Valentine Lost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband