Leita í fréttum mbl.is

Missti stjórn á kynhvötinni og fékk bætur fyrir

Jæja, allt er nú til.

En þarna virðist lausnin vera fundin á því hvernig ráða eigi bót á kynkulda sem kemur stundum fyrir í samböndum. Bara gefa makanum einn góðan spítalavink og þegar hann rankar úr rotinu þá halelúja "....beggja skauta byr, bauðst mér ekki fyrr, brunar þú nú bátur minn..... tralalalala".

Að öllu gríni slepptu, að dómarinn hafi keypt þessa þvælu, það finnst mér alveg með ólíkindum.

En nú eru jólinn að koma og það er mjög sorglegt að sjá hvernig fólk fer gjörsamlega yfir um út af þessari vitleysu og það versta við þetta allt saman er að sjá og heyra kirkjunarmenn ýta undir þessa þvælu.

Ég fór í Smáralindina í dag til að hitta einn mann vegna rétthafabreytingar og það sem ég sá þar hafði ekkert með hátíð ljóss og friðar að gera. Að sjá foreldra draga krakkana sína á eftir sér, öskrandi og æpandi aðframkomna af þreytu, var bara ömurlegt.

Ég hef stundum verið kallaður Scrooge (Skröggur) þegar kemur að jólunum. Ég er ekki Skröggur. Ég er reyndar mikið jólabarn í mér. Ég virðist bara halda upp á jólin á öðrum forsendum en annað fólk. Eins og jólin eru útfærð í dag þá er þetta hátið kaupmanna en ekki ljóss og friðar. Það er fullt af fólki sem hugsar með hryllingi til þessa tíma, hvernig þetta hefur allt breyst til hins verra.

Þegar fólk hættir að dansa í kringum gullkálfinn og byrjar að dansa í kringum jólatréð og virkilega halda upp á þennan fögnuð sem jólin eru, þá fer fólk að skilja um hvað ég er að tala en ekki fyrr.


mbl.is Missti stjórn á kynhvötinni og fékk bætur fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband