Leita í fréttum mbl.is

Eru tæplega 30% þjóðarinnar svona gleymin

Er þetta virkilega að gerast? Að tæplega 30% þjóðarinnar ætli að gefa vinstri öfgasinnum oddastöðu í næstu kostningum?

Er þjóðin virkilega búin að gleyma hvernig þetta var síðast þegar vinstri menn voru við völd.

Ég man eftir 120% verðbólgu. Mánaðarlegri kaupmáttarrýrnun. Árlegu atvinnuleysi hjá iðnaðarmönnum þegar haustaði. Gengdarlausum skattahækkunum ásamt algjöru stjórn- og metnaðarleysi á öllum sviðum sem leiddi af sér algjöra stöðnun í þjóðfélaginu.

Ég man eftir orðum eins forsætisráðherra í einni vinstri stjórninni: Ísland hefur aldrei verið nær gjaldþroti en einmitt nú!

Þessi maður steingleymdi að minnast á það hver var arkitektinn á bak við yfirvofandi gjaldþrot sem var auðvitað hann sjálfur þar sem hann var alla vegana búinn að vera forsætisráðherra í 6 ár þegar þessi orð voru sögð og einhver ár áður sem ráðherra í öðrum vinstri stjórnum.

Einn bloggari bað um fleiri suðurlandsskjálfta, Heklugos og Kötlugos og það allt á árinu ef vinstri menn komast til valda. Allt það tjón sem af þessum þremur hamförum mun hljótast verða smáaurar, miðað við þann skaða sem vinstri (ó)stjórn mun valda þjóðarbúinu.

Hvernig skildu vinstri menn við borgarsjóð? Einhversstaðar las ég 80 miljarðar í mínus. Ég efast um að aðrir geri betur.

Ég ætla að biðja þjóð mina um það að ef þið þurfið að berja hausnum á ykkur fast við næsta vegg til að muna, í guðana bænum gerið það þá. Höfuðverkurinn sem þið fáið verður ekki verri en þynkan eftir sukkið hjá vinstra liðinu.


mbl.is Flestir telja að Geir muni standa sig vel sem forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Það var einmitt vinstri stjórnin 1988-1991 sem kom böndum á verðbólguna, beitti sér fyrir þjóðarsáttinni og kom á stöðugleika í efnahagsmálum.  Og það var annað ástand en nú með þá ofurþenslu, gegndarlausan viðskiptahalla, svimandi háa vexti og þar fram eftir götunum.  Sannleikurinn er sá að vinstri mönnum er vel treystandi fyrir efnahagsmálum og það sem meira er, þeim er líka best treystandi fyrir velferðarmálum, umhverfismálum og jafnréttismálum.  Hugtakið "öfgar" sem þú nefnir á nú helst við um stóriðjustefnu núverandi ríkisstjórnar, með Framsóknarflokkinn í fararbroddi.  Þannig er nú það.

Árni Þór Sigurðsson, 9.3.2007 kl. 21:44

2 Smámynd: Dante

Ég veit að við búum við annað þjóðfélag í dag, guði sé lof fyrir það.

Þegar talað er um þjóðarsáttarsamningana þá fer einhverja hluta vegna kaldur hrollur niður eftir bakinu á mér. Þessir samningar voru hreinasta hörmung fyrir flest alla á þessu landi en friður vinnst ekki nema með stríði og það sem á eftir kom var til batnaðar.

Ég er múrari og varð fyrir barðinu á þessu árlega atvinnuleysi einu sinni og það var einu sinni of oft og vil ég helst ekki upplifa það aftur. Ég vona að þið skiljið afstöðu mína út frá því.

Eitt hef ég átt erfitt með að skilja en það er afhverju vinstri mönnum er illa við að stóriðjur séu reistar hér á landi. Ef við tökum álverið í Straumsvík sem dæmi þá getur það varla talist dragbýtur á uppbygginguna sem átt hefur sér stað í Hafnarfirði. Mér hefur sýnst að álverið sé næstum því það sem þetta bæjarfélag byggist á. Hvað gerist ef það fer? Hvaðan mun þá Hafnarfjörður fá sambærilegar tekjur? Mér finnst stundum eins og vinstri menn hugsi ekki alveg dæmið til enda og átti sig illa á því hverjir eru bestu vinir launþegana. Verkalýðsfélögin eru það örugglega ekki.

Dante, 9.3.2007 kl. 22:10

3 Smámynd: Dante

Ég vil bæta því við að Hafnarfjörður getur varla talist launþegi en hvað álverið í Straumsvík varðar þá hefur hann tekjur af álverinu og það þónokkrar.

Dante, 9.3.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband