Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
23.4.2007 | 19:37
Hann er seigur strákurinn
Ég hef verið að fylgjast með stráknum svona annað slagið og mér finnst hann bara þrusu góður strákurinn.
Hann er mjög ungur og á framtíðina fyrir sér í þessu og mér findist það ekki ólíklegt að Williams liðið tæki hann til prufu fljótlega, mögulega eftir tvö ár. Williams hefur verið þekkt fyrir að gefa ungum og efnilegum strákum séns á að sanna sig. Ef það er rétt að um hann sé rætt á sömu nótum og um Hammilton þá er ég ekki í neinum vafa að Victor á eftir að enda í F1.
Hvað ætli við Íslendingar hefðum marga svona stráka ef við hefðum almennilegar aðstæður hér á landi þar sem hægt væri að þroska hæfileika þessara pilta?
Ég held að við ættum ábyggilega fleiri en Victor.
Getu-, skilnings- og aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart þessari þörf, á að hanna brautir og æfingasvæði fyrir akstursíþróttir, er ekki einleikin. Það er óskandi að það verði breyting á þessu með, vonandi, nýrri og betri ríkisstjórn.
Gæfan ekki hliðholl Viktor Þór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2007 | 18:23
Nýbúaráðuneyti - til hvers?
Ekki er nú öll vitleysan eins sem kemur frá þessu vinstra liði.
Nýbúaráðuneyti er algjörlega óþarft. Nú segja sjálfsagt sumir að ég hafi ekki hundsvit á þessu máli.
Til hver í ósköpunum þurfum við þetta?
Ef þessi þjóðarbrot sem vilja setjast hérna að ákváðu bara að verða Íslendingar þá væri ekkert svona vandamál í gangi.
Einn kunningi minn sagði að við yrðum að leyfa þessum nýbúum að halda í sérstöðu sína. Ég segi nei við því. Ef þetta fólk vill ekki samlagast því þjóðfélagi sem er hérna fyrir þá getur það bara verið heima hjá sér. Við eigum ekki að þurfa greiða úr einhverjum vandamálum sem þetta fólk tekur með sér hingað.
Í þessu viðtali við kunningja minn þá bað ég hann um að loka augunum og reyna ímynda sér hvernig ástandið yrði hérna ef við leyfðu öllum að halda í sína sérstöðu. Við gætum látið gyðinga búa í Bakkahverfi Breiðholts, Palistínumenn búa í Seljahverfi, Kósóvó-Albana í Fellunum og Serba í Hólahverfinu. Ímyndið ykkur nú hvernig ástandið yrði þarna. Til að gera langa sögu stutta þá væri óhætt að segja að fjandinn væri laus á þessu svæði og Breiðholtið fengi nýtt nafn og yrði kallað Stríðsholt.
Ísland fyrir Íslendinga. Mér er nákvæmlega sama í hvaða regnbogans litum þeir eru sem vilja setjast hérna að en það á að vera ein þjóð í einu landi.
Samskipti grundvöllur betri samskipta nýbúa og síbúa" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 09:30
Til hvers að leita langt yfir skammt?
Ég hef enn betri tillögu en þessi "prófessor" sem væri miklu ódýrari fyrir heimskan kanan, alla vegana hvað varðar ferðakostnað árásasveitana.
Sprengið sjálfa ykkur í loft upp. Þá þurfa þið að fara miklu styttra til þess. Flugsveit sem væri staðsett í NY gæti t.d. sprengt Washington í loft upp og flugsveit sem væri staðsett í Washington gæti sprengt NY. Síðan gætu flugsveitirnar lent í einhverju krummaskuði sem staðsett er aðeins innar í landinu og haldið saman upp á vel unnið dagsverk.
Ef þeir vilja endilega sprengja eyju á þeim forsendum að eyjur séu erfiðari skotmörk þá gætu þeir sprengt Havai, aftur. Japönunum tókst ágætlega til með það hérna um árið og reðu samt ekki yfir sömu tækni og kaninn hefur yfir að ráða í dag.
Farið hefur fé betra en heimskur kani.
Nær að sprengja Ísland en Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 00:05
Íbúakosning. Aðferð sem virkar ekki!
Hvaðan er þessi frétt fengin?
Ég sé ekkert um þetta á heimasíðu Alcan á Íslandi. Ég er að vinna þarna og ég hef ekki heyrt neitt um þetta. En ef þetta er rétt þá held ég að það verði bið eftir því að svona íbúakosningar verði látnar skera úr um jafn mikilvæg málefni og þetta. Þetta málefni snertir nefnilega fleiri en bara Hafnfirðinga. T.d. 274 starfsmenn Alcans sem búa ekki í Hafnarfirði sem og fjöldan allan af öðru fólki sem starfar hjá fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu sem eiga afkomu sína undir þessu álveri. Svo röfla vinstri menn um að lýðræðið hefði sigrað. Fyrr má nú vera helv... lýðræðið. Lýðskrum er frekar rétta orðið.
Ég held að stór hluti þeirra 6382 Hafnfirðinga hafi ekki áttað sig á því um hvað var verið að kjósa. Samfó hefði betur orðað spurninguna rétt og þá hefði sjálfsagt niðurstaðan orðið önnur.
Orðaval á spurningunni hefði átt að vera:
Vilt þú aukna atvinnumöguleika í Hafnarfirði, að Hafnarfjarðarbær fái auknar tekjur sem geta mögulega leitt af sér lækkun á útsvarsprósentu?
Möguleg svör > JÁ eða NEI.
Um þetta var verið að kjósa. Skiljanlega voru VG á móti þessu. Vinstri menn hafa alla tíð verið á móti skattalækkunum og að sótsvartur almúginn geti haft það skít-sæmilegt eða betra. Ég man ekki betur en að Skallagrímur (Steini Joð) hafi , svo dæmi sé tekið, verið á móti lækkun tekjuskatts nú um áramótin.
Ef þessi frétt er rétt, að Alcan íhugi að flytja sig á Keilisnesið, þá finnst mér að það sé kominn timi á réttkjörna bæjarfulltrúa í Hafnarfirði að hysja upp um sig buxurnar og axla þá ábyrgð sem þeim var falin. Eins og ég hef áður sagt þá eru þeir kosnir til að taka svona ákvarðanir. Þeir eru ekki kosnir til að geta verið áskrifendur að laununum sínum næstu 4 árin.
Við skulum halda okkur við EF-ið og EF álverið býr sig undir að flytja á Keilisnesi munu þá meirihluti bæjarstjórnar bara yppa öxlum og segja "So be it!". Nei, ég held að Lúðvík og félagar munu þá draga til baka orð sín um að niðurstaðan sé bindandi og leyfa stækkun álversins. Í rauninni gætu þeir ekki annað.
Annars ætti fólk ekki vera neitt undrandi á því þótt fyrirtæki, í þessu kaliberi sem Alcan er, láti ekki bjóða sér að vera stillt svona upp við vegg. Mér finnst þessi frétt, ef sönn reynist, vera rökrétt framhald af frekar mikilli þröngsýni 6382 Hafnfirðinga.
Alcan íhugar að reisa álver á Keilisnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar