Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Hugleysi eða lýðræði í framkvæmd?

Er svona gjörningur lýðræði í framkvæmd eða lýsir þetta ákveðnu hugleysi þeirra sem kosnir voru til að stjórna? Hugleysi til að taka mikilvægar ákvarðanir sem geta verið óvinsælar og á að leyfa fólki að dæma mál sem það hefur mismikið vit á?

Mín skoðun er sú að þeir sem kosnir eru til að stjórna eiga að taka svona ákvarðanir og standa og falla með þeim. Þeir verða menn að meiru fyrir vikið.

Þegar ég fer að kjósa til sveitarstjóranar- eða alþingis þá lít ég svo á að ég sé að kjósa menn (flokk) sem ég treysti til að stjórna og taka réttar ákvarðanir.  Ég vil ekki að þessir menn, sem ég kaus til að stjórna, reyni að koma sér undan ábyrgð með því að nota aðferð Pontiusar Pilatusar til að fría sjálfa sig. Eins og flestir vita þá fólst sú aðferð í því að láta skrýlinn dæma, skrýl sem hafði, í því tilfellinu, ekkert vit á því sem kosið var um.

Og er sagan er að endurtaka sig í Hafnarfirði? Það fólk sem ég hef rætt við þarna í bænum hefur margt af því ekkert vit á um hvað þetta í rauninni snýst en samt hefur nú flest öll umræða sem ég hef orðið vitni að oftast nær verið mjög málefnaleg en ég hef líka orðið vitni af miklum tilfinningahita og frekar lítilli vitneskju. Til að mynda þá lenti ég í því að segja ákveðnum aðila frá muninum á álveri og álbræðslu og að í álveri sé ál ekki brætt heldur rafgreint. Það er stór munur á þessu. Þessum manni var bara allveg sama. Álbræðsla hljómaði neikvæðara og þessvegna ætlaði hann að nota það orð yfir álverið. Jaðrar við heimsku.

Ég bý ekki í Hafnarfirði og gat þar af leiðandi ekki tekið þátt í þessum kosningum. Ég hef marg spurt sjálfan mig að því hvað ég myndi kjósa. Á ég að kjósa með hag fyrirtækisins og Hafnarfjarðarbæjar í huga eða á ég að kjósa með ásýnd lands míns í huga og þá er ég að tala um Þjórsárdal.

Ef spurningin sneri bara að öðrum kostinum og þá þeim fyrri, hag fyrirtækisins og Hafnarfjarðar, þá hef ég sagt JÁ en ef spurningin hefði verið um ásýnd lands míns og hversu mikið hinn fallegi dalur Þjórsárdalur þyrfti að blæða fyrir þetta þá hefði svarið verið NEI.

Svo útkoman úr þessum pælingum er sú að ég er guðs lifandi feginn að hafa ekki þurft að taka þátt í þessum kosningum vegna þess að þessi tvö öfl, hagur og uppbygging Hafnarfjarðar og Alcan annars vegar og ásýnd Íslands hins vegar hefðu að öllum líkindum gengið af mér dauðum eða alla vegana Klepptækum.

Eigið góðar stundir.


mbl.is Fleiri andvígir álveri en fylgjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seljum RÚV........

Jæja, þar fór síðasta ástæðan fyrir því að ríkið reki sjónvarps- og útvarpsstöðvar. Formúlan var og er það eina sem ég horfi á í íslensku sjónvarpi.

Nú verð ég að fara brjóta odd af oflæti mínu og horfa á 365 miðla Angry og það meira segja á stöð sem sérhæfir sig í sýningum á tuðrusparki. Reyndar eru þeir neyddir til þess að sýna þetta í opinni dagskrá en hversu oft munu Halti Björn (er hann ekki annars að vinna þarna enn?) og félagar "gleyma" að slökkva á ruglinu þegar kemur að ræsingu í keppnirnar? Örugglega oftar en einu sinni og reyna þannig að neyða þá sem áhuga hafa á þessu til að kaupa áskrift af þessari stöð.

Eftir þennan gjörning þá er slagorð ársins auðvitað, SELJUM RÚV!

Ef einhver af þeim sem hlyntir eru rekstri ríkisins á sjónvarps- og útvarpsstöðvum (aðalega vinstri menn) þá vil ég að spyrja þá einnar spurningar:

Hvað er RÚV að gera svona merkilegt sem einstaklingar geta alls ekki framkvæmt og réttlætir rekstur á svona botnlausri hýt?

Öll svör vel þegin.


mbl.is Sýn kaupir sýningarrétt á Formúlu 1 kappakstrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bullandi samkeppni eða hvað?

Við höfum, að nafninu til, nú 4 olíufélög hér á landi. Shell, Olís, Esso og Atlantsolíu og þeir segja landanum að það sé "bullandi samkeppni" á milli þeirra. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá hefur þessi samkeppni alveg farið fram hjá mér undanfarna mánuði.

Shell, Olís og Esso hef ég litið á sem eitt og sama félagið sem hefur 3 nöfn, 3 kennitölur og 3 höfuðstöðvar. Ég var byrjaður að líta á þetta svona löngu áður en stóra samráðsmálið kom upp.

Ég neita eiginlega að trúa því en miðað við þau verð sem eru í gangi hjá þessum olíufélögum þá virðist sem fjórði hausinn sé að byrja að vaxa á þessa þríhöfða ófreskju og er hann merktur Atlantsolíu.

Ef við skoðum þau verð sem eru í gangi þá lítur þetta svona út: 

 

Shell

Olís

Esso

 

Bensín

114,8

114,8

114,8

 

Diesel

112

112

112

 

 

 

 

 

 

 

Orkan

ÓB

Egó

Atlantsolía

Bensín

111,1

111,2

111,2

111,2

Diesel

112

112,1

112,1

112,1

Dæmi nú hver fyrir sig um það hversu mikil "bullandi samkeppni" er í gangi á þessum markaði.

bjornebanden

Þessi mynd er alltaf klassísk og segir kannski allt sem segja þarf. Vantar kannski fjórða félagan?

 


mbl.is Hækkanir í kortunum hjá sjálfsgreiðslustöðvunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er það þrennt....

Í tíð síðustu vinstri stjórnar var talið að það væri aðeins tvennt alveg öruggt í þessu lífi.

1. Við drepumst öll einhvern tíman

2. Skattarnir okkar munu ekki lækka

 og nú mörgum árum eftir að síðasta vinstri stjórn hröklaðist frá þá bætist það þriðja við....

Kvenfólk, bílar og bakkgír eiga enga samleið. Það hefur nú sannast.

Allt tal um mun á kynjunum á fullan rétt á sér. Kvenfólkið stendur okkur karlmönnnunum miklu framar þegar kemur að því að bakka bílum. Svona gjörningar eru aðeins á færi kvenfólks að framkvæma.

Eitt langar mig til að vita. Hvernig í ósköpunum tókst henni þetta?


mbl.is Bakkað yfir tré á Skólavörðustíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oftast er ástæða....

Ég fagna þessu framtaki hjá tukta (lögreglunni) að gera smá gangskör í því að stöðva þetta uppdópaða lið. Mín skoðun er sú að þeir sem teknir eru undir áhrifum, hvort það er áfengi eða einhverjir aðrir vímugjafar, að það eigi að kæra þetta lið fyrir tilraun til manndráps. Þetta framferði lýsir miklu skeitingar- og virðingarleysi gagnvart öðrum og á bara að koma þessu liði úr umferð.

Að öðru. Fyrir nokkru þá var mér sögð ástæðan fyrir því að þetta skilti, einbreid væri að finna víðsvegar um landsbyggðina. Við sem búum á mölinni vitum að þetta þýðir að það sé brú framundan þar sem aðeins einn bíll kemst yfir í einu. En sannleikurinn er víst sá að þetta skilti er aðallega fyrir sveitavarginn. Að benda þeim á, þegar þeir eru á leiðinni heim eftir sveitaböllin, að það sé bara EIN breið brú framundan en ekki tvær.


mbl.is Ökumenn á ferð undir áhrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru tæplega 30% þjóðarinnar svona gleymin

Er þetta virkilega að gerast? Að tæplega 30% þjóðarinnar ætli að gefa vinstri öfgasinnum oddastöðu í næstu kostningum?

Er þjóðin virkilega búin að gleyma hvernig þetta var síðast þegar vinstri menn voru við völd.

Ég man eftir 120% verðbólgu. Mánaðarlegri kaupmáttarrýrnun. Árlegu atvinnuleysi hjá iðnaðarmönnum þegar haustaði. Gengdarlausum skattahækkunum ásamt algjöru stjórn- og metnaðarleysi á öllum sviðum sem leiddi af sér algjöra stöðnun í þjóðfélaginu.

Ég man eftir orðum eins forsætisráðherra í einni vinstri stjórninni: Ísland hefur aldrei verið nær gjaldþroti en einmitt nú!

Þessi maður steingleymdi að minnast á það hver var arkitektinn á bak við yfirvofandi gjaldþrot sem var auðvitað hann sjálfur þar sem hann var alla vegana búinn að vera forsætisráðherra í 6 ár þegar þessi orð voru sögð og einhver ár áður sem ráðherra í öðrum vinstri stjórnum.

Einn bloggari bað um fleiri suðurlandsskjálfta, Heklugos og Kötlugos og það allt á árinu ef vinstri menn komast til valda. Allt það tjón sem af þessum þremur hamförum mun hljótast verða smáaurar, miðað við þann skaða sem vinstri (ó)stjórn mun valda þjóðarbúinu.

Hvernig skildu vinstri menn við borgarsjóð? Einhversstaðar las ég 80 miljarðar í mínus. Ég efast um að aðrir geri betur.

Ég ætla að biðja þjóð mina um það að ef þið þurfið að berja hausnum á ykkur fast við næsta vegg til að muna, í guðana bænum gerið það þá. Höfuðverkurinn sem þið fáið verður ekki verri en þynkan eftir sukkið hjá vinstra liðinu.


mbl.is Flestir telja að Geir muni standa sig vel sem forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta hnjaskið

Dante lenti í því að brjóta nögl á framfæti.Þetta var ekki eins slæmt og sýndist og þurfti ekki að fjarlægja klónna.

Komið er albúm sem geymir myndir af hetjunni í aðgerðinni sem hann fór í. Myndirnar voru teknar á GSM síma og eru gæði myndanna eftir því.

Kappanum heilsast eftir atvikum vel og sjálfsagt verður þetta gróið áður en hann giftir sig en hann er voðalega lítill í sér þessa stundina.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband