Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
20.1.2007 | 23:11
Uppskrift af Euro - gæti orðið dýr
Þetta var nú meiri óhamingjan sem ég fékk að heyra frá sjónvarpinu núna í kvöld. Ef þessi óhljóð voru það besta, hvernig var þá hitt sem slapp ekki inn?
Í fyrra unnu Finnar í skrípabúningum með grjóthart þungarokk. Mér finnst að við íslendingar ættum að feta í svipuð spor og mæta með einhversskonar KissLookALike, spúandi eldi, mölvandi gítara og rífandi kjaft. Það gæti ekki orðið verra en útreiðin sem Sylvía Crap fékk í fyrra.
Hverjir ættu svo að vera fyrir valinu, hmmnnn:
1. Ég myndi vilja sjá Ladda sem forsöngvara í pönkgerfinu sem hann prýddist í einu áramótaskaupinu, með exi í hausnum og skæri á kaf í öxlunum.
Hljóðfæraleikararnir þyrftu ekkert að kunna spila (þetta er allt dubbað er það ekki), bara vera nógu sterkir til að geta mölvað gítara og trommur. Hjalti Úrsus og Magnús Ver væru góðir í það. Svo gætu þeir lamið á hvorum öðrum á eftir. Svona smá auka krydd í showið.
Þessi fíflaskapur sem þetta Eurovision shit er, er ein af ástæðunum fyrir því að ég er hlyntur sölunni á RÚV.
Það er vandfundin heimskulegri og tilgangslausari leið til að eyða skattpeningunum okkar en þessi, víst það er verið að taka þátt í þessari þvælu á annað borð.
Þrjú lög áfram í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2007 | 12:46
Hann Gvendur í Byrginu var gamall .......
Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með þessu máli og auðvitað segir enginn af sér vegna þess. Samt eru allavegana einn eða tveir búnir að viðurkenna það að þeir væru vanhæfir.
Ráðherraræfillinn ropaði því út úr sér og svo strákguttinn sem er víst formaður fjárlaganefndar.
Vanhæfir báðir tveir og ættu að sjá sóma sinn í því að yfirgefa samkvæmið.
Annars var mér send þrælgóð vísa um Gvend í Byrginu.
Syngið þessa vísu með sama lagi og um Gvend á eyrinni
---------
Hann Gvendur í Byrginu var gamall perrakall
og bondage var hans fró.
Hann stundaði stóðlífi og kvennafar og svall.
Í Byrginu hann bjó.
Og Guðs orð hann boðaði í bland við blíðuhót,
úr ritningunni las.
Sitt sæði kvað Gvendur vera allra meina bót,
sig sjálfan Messías.
Hann flengdi smástelpur vikuna alla,
tvær í einu þegar vel gaf.
Greip í Lille ven á milli guðspjalla
og dag né nótt hann varla svaf.
Og Ríkið sá Gvendi gamla alltaf fyrir fé,
jafnóðum eydd´ann því.
Hann keypti sér gúmmíkylfu og túttuklemmu úr tré
og leðurfötin ný.
Hann flengdi smástelpur vikuna alla...
En Kompás í leikinn skarst og vildi skemma allt,
og fletti ofan af.
Nú er Gvendur í kuldann kominn út og þar er kalt
hann Byrgið yfirgaf.
Hann flengdi smástelpur vikuna alla...
Þvílík snilld.
Búist við utandagskrárumræðu um Byrgið á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 23:30
Líttu þér nær, Mörður
Mörður, Mörður, Mörður.
Ég og sjálfsagt fleiri finnst að þú ættir að bera ögn meiri virðingu fyrir þínum flokksfélögum og fyrrverandi ráðherrum en þetta og láta það vera að grafa upp þennan óþvera.
Ein ráðlegging til þín Mörður ef þú lest þetta.
Ekki grafa í þennan skítahaug. Þarna er nefnilega ýmislegt sem gæti komið þér og þínum flokki (sem hét reyndar Alþýðuflokkur/Alþýðubandalag/Kvennalisti einhverntíman í forneskju) MJÖÖÖÖG illa.
Ertu búinn að gleyma árinu 1989, veisla á vegum Ólafs Ragnars í ráðherrabústaðnum. Brennivínskaup fjármálaráðherra, Jón Baldvins, í, að mig minnir, 50. afmæli frúar sinnar á kostnað fjármálaráðuneytisins og svona mætti sjálfsagt lengi telja. Þið "jafnaðarmenn" eru sko alls ekki saklausir í svona málum og ættu að láta það ógert að gagnrýna aðra hvað þetta varðar.
Hvað er að því þó að leyfarnar af Framsókn haldi upp á það að vera loksins lausir við Halldór ?
Það eitt er tilefni til mikillar gleði og skil ég þá mjög vel.
Spyr um veisluhöld í Ráðherrabústaðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 23:05
Snafs á gismó
Now we are talking
Gismó orðin orkulaus og þá er bara bjóða honum upp á einn góðan mannskrattann sem hlýtur auðvitað að vera betra en þessi god damn tréspíri.
Hver ætli orginal hringining verði hjá baununum? Det var brennivin i flasken (telefonen) da vi kom......
Live is good!
Farsímar verða drifnir af tréspíra í stað rafhlaðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar