Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
30.12.2006 | 01:09
Blórabögull
Einn forseti USA talaði einu sinni um HEIMSVELDI HIN ILLA og meinti þá USSR.
En það skildi þó ekki vera hans eigið eftir allt saman?
Spyr sá sem ekki veit. En eitt grunar mig að þessi gjörningur, um að hengja Hussein, á eftir að draga dilk á eftir sér, og þokkalega þungan. Því miður fyrir okkur vesturlandabúa.
Innrásin í Írak var gerð af einum tilgangi. Að komast yfir olíuna þeirra. Hussein var algjört aukaatriði og allt sem hann hafði gert, eða það sem hann gæti mögulega átt hafa gert.
Nú er búið að ákveða það að Hussein verði drepinn í nótt. Farið hefur fé betra en mér finnst að þeir ættu að hengja einn enn með honum sem er öllu meiri morðingi en Hussein en það er Georg nokkur Bush, vitleysingur af guðs náð.
Hversu marga landa sína er hann búinn að drepa undir merkjum stríðs gegn hryðjuverkum?
Ég hætti að telja þegar talan þúsund birtist mér. Þúsund mæður, kannski þúsund eiginkonur og mögulega tvö þúsund börn (eða meira) mistu föður útaf vitleysingi, GEORGE BUSH, sem var bara að ganga gerða manna sem höfðu hagsmuni af þessu.
GRÆÐGI á sér engin takmörk enda er hún ein af dauðasyndunum 7. Mannslíf á sín lítils gagnvart svona mætti. Þetta kraftaverk sem mannslífið er, því er kastað svona fyrir glæ.
Það hlægir mig mikið að bandaríkjamenn skuli vera svona hissa á því hversu hataðir þeir eru út um allar jarðir.
Til er speki sem segir: ÞÚ UPPSKERÐ EINS OG ÞÚ SÁIR!
Bandaríkjamenn ættu að reyna átta sig á því hvað þessi speki þýðir í raun og veru og með því að kjósa þennan vitleysing yfir sig þá eru þeir virkilega búnir að biðja um allt þetta vesen.
Dauði Saddams Husseins mun ekki lægja neinar öldur heldur þvert á móti auka þær.
Hvernig má annað vera, ef kastað er steini í vatn þá gárast það.
Segir Saddam verða tekinn af lífi í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2006 | 17:52
Missti stjórn á kynhvötinni og fékk bætur fyrir
Jæja, allt er nú til.
En þarna virðist lausnin vera fundin á því hvernig ráða eigi bót á kynkulda sem kemur stundum fyrir í samböndum. Bara gefa makanum einn góðan spítalavink og þegar hann rankar úr rotinu þá halelúja "....beggja skauta byr, bauðst mér ekki fyrr, brunar þú nú bátur minn..... tralalalala".
Að öllu gríni slepptu, að dómarinn hafi keypt þessa þvælu, það finnst mér alveg með ólíkindum.
En nú eru jólinn að koma og það er mjög sorglegt að sjá hvernig fólk fer gjörsamlega yfir um út af þessari vitleysu og það versta við þetta allt saman er að sjá og heyra kirkjunarmenn ýta undir þessa þvælu.
Ég fór í Smáralindina í dag til að hitta einn mann vegna rétthafabreytingar og það sem ég sá þar hafði ekkert með hátíð ljóss og friðar að gera. Að sjá foreldra draga krakkana sína á eftir sér, öskrandi og æpandi aðframkomna af þreytu, var bara ömurlegt.
Ég hef stundum verið kallaður Scrooge (Skröggur) þegar kemur að jólunum. Ég er ekki Skröggur. Ég er reyndar mikið jólabarn í mér. Ég virðist bara halda upp á jólin á öðrum forsendum en annað fólk. Eins og jólin eru útfærð í dag þá er þetta hátið kaupmanna en ekki ljóss og friðar. Það er fullt af fólki sem hugsar með hryllingi til þessa tíma, hvernig þetta hefur allt breyst til hins verra.
Þegar fólk hættir að dansa í kringum gullkálfinn og byrjar að dansa í kringum jólatréð og virkilega halda upp á þennan fögnuð sem jólin eru, þá fer fólk að skilja um hvað ég er að tala en ekki fyrr.
Missti stjórn á kynhvötinni og fékk bætur fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2006 | 10:27
Sagan af því afhverju engill er hafður efst á jólatrénu
Í tilefni komandi jóla þá varð ég að setja inn þessa sögu um það hvernig það atvikaðist að fólk setji engil á toppinn á jólatrénu hjá sér.
Fyrir ekki svo löngu síðan og frekar langt í burtu þá var jólasveinninn að gera sig kláran fyrir sitt árlega ferðalag til byggða. En undirbúningurinn gekk allur á aftur fótunum. Fjórir af álfunum hans voru veikir og lærlings álfarnir, sem þurftu auðvitað að leysa hina af, bjuggu ekki leikföngin til nógu hratt svo sveinki var farinn að finna fyrir smá stressi á að standast ekki tímaáætlun.
Til að slá aðeins á stressið þá fer hann í vínskápinn sinn og ætlar að fá sér einn sterkan út í kaffið til að athuga hvort hann nái ekki að róa sig niður en sér þá að álfarnir hans höfðu komist í vínskápinn og það var ekki dropi eftir. Við að sjá það þá magnast stressið upp úr öllu valdi og hann missir kaffibollan sinn í gólfið þar sem hann brotnar í spað.
Hann fer og sækir kúst en sér þá að mýs hafa étið öll stráin á hausnum á kústnum svo hann kom ekki að neinu gagni.
Þetta var nú ekki til að bæta skapið hjá sveinka og þegar hann gerði sig tilbúinn til að öskra, í þeirri von að losna við eitthvað af jólastressinu, þá hringir dyrabjallan. Hann fer til dyra og sér þar lítinn engil með stórt jólatré undir arminum.
Engillinn segir við sveinka: "Hvar vilt þú að ég setji þetta tré, feiti?"
Og þannig koma það til að það er hafður engill efst á jólatrénu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2006 | 07:56
Blindir fái skotleyfi
Ef einhver þvælan getur gerst í þessum heimi þá gerist hún í USA.
Nú fá blindir skotvopnaleyfi í Texas. Er ekki nógu margir skotnir þarna að það þurfi að bæta þessu við?
Maður verður bara að horfa á björtu hliðarnar á þessu máli og vona að það verði forsetaómyndin þeirra sem lendir í skotlínunni hjá þessum blindu.
Þegar ég las þessa frétt þá varð mér hugsað til sögu af ungri stúlku sem annaðist aldraðan afa sinn í mörg ár. Afinn var orðinn hrumur og eitthvað var sjónin farinn að daprast hjá karlinum.
Þegar stúlkan náði tánings aldri þá var hún orðin frekar leið á þessum göngutúrum með gamla manninum og sagði eitt sinn við hann, í einum göngutúrnum, þegar þau komu að stórum háum vegg.
Jæja, afi minn. Hér fyrir framan okkur er smá skurður. Taktu nú gott tilhlaup og stökktu yfir!
Blindir fái skotleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2006 | 19:03
Umferðaslys undanfarna daga
Það sem af er þessu ári hafa orðið 29 dauðaslys í umferðinni.
Þetta er 29 slysum of mikið.
Um síðustu helgi varð svo eitt á vesturlandsvegi og kvartaði lögreglan undan tillitleysi ökumanna þegar loka þurfti veginum.
Það er frekar slæmt að ökumenn og aðrir sýni ekki svona atburðum meiri tillitsemi en raun ber vitni en hvað ætli valdi því?
Er fólki orðið anskotans sama um þetta?
Eða er fólk orðið reitt og pirrað á handónýtum vegum og aumingjaskap stjórnvalda á að láta hanna almennilega vegi handa okkur sem búum á þessu landi.
Ætli það sé ekki hin raunverulega ástæða.
Það er röflað um peningaleysi til vegamála en á sama tíma er verið að gaspra um að tekjuafgang á ríkissjóði.
Er ekki einhver hluti af álögum ríkisins á bensín og diesel eyrnamerktur vegamálum?
Hvernig væri nú að nota eitthvað af þeim peningum í að hanna almennilega vegi?
Og það sem upp á vantar mætti taka af einhverjum af þeim hundruðum milljóna sem stjórnmálaflokkarnir fá úr ríkissjóði, hundruðum milljóna sem eytt er í sendiráð í löndum sem fæstir landsmenn vita hvar eru staðsett á jarðarkringlunni eða einhverjum af þeim hundruðum milljóna sem eytt er í rekstur á fyrirtækjum sem ríkið á ekki að vera með puttana í, eins og t.d. ríkisútvarpið.
Mín skoðun er nefnilega sú að það er fjórir liðir sem eru forsenda byggðar í þessu landi.
- Samgöngur
- Heilbrigðismál
- Menntamál
- Löggæsla
Það er hægt að skera niður á öllum öðrum sviðum en þessum.
En hvaða vit hef ég á þessu? Sjálfsagt ekki neitt og sérstaklega ekki þegar ég kem ekki auga á þörfina fyrir því að hundruðum milljóna af almannafé skuli eytt í kosningabaráttu stjórnmálaflokka vegna komandi kosninga.
Mér blöskrar bara bruðlið og hræsnin í stjórnmálamönnum og því miður þá er þessi hræsni og hroki ekki bara bundin við einn eða tvo flokka heldur þá alla.
Hvernig má annað vera þegar þeir allir eru búnir að velta sér upp úr sama fjóshaugnum?
Ökumenn ósáttir við að Vesturlandsvegi skyldi lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar