Leita í fréttum mbl.is

Íbúakosning. Aðferð sem virkar ekki!

Hvaðan er þessi frétt fengin?

Ég sé ekkert um þetta á heimasíðu Alcan á Íslandi. Ég er að vinna þarna og ég hef ekki heyrt neitt um þetta. En ef þetta er rétt þá held ég að það verði bið eftir því að svona íbúakosningar verði látnar skera úr um jafn mikilvæg málefni og þetta. Þetta málefni snertir nefnilega fleiri en bara Hafnfirðinga. T.d. 274 starfsmenn Alcans sem búa ekki í Hafnarfirði sem og fjöldan allan af öðru fólki sem starfar hjá fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu sem eiga afkomu sína undir þessu álveri. Svo röfla vinstri menn um að lýðræðið hefði sigrað. Fyrr má nú vera helv... lýðræðið. Lýðskrum er frekar rétta orðið.

Ég held að stór hluti þeirra 6382 Hafnfirðinga hafi ekki áttað sig á því um hvað var verið að kjósa. Samfó hefði betur orðað spurninguna rétt og þá hefði sjálfsagt niðurstaðan orðið önnur.

Orðaval á spurningunni hefði átt að vera:

Vilt þú aukna atvinnumöguleika í Hafnarfirði, að Hafnarfjarðarbær fái auknar tekjur sem geta mögulega leitt af sér lækkun á útsvarsprósentu?

Möguleg svör > eða NEI.

Um þetta var verið að kjósa. Skiljanlega voru VG á móti þessu. Vinstri menn hafa alla tíð verið á móti skattalækkunum og að sótsvartur almúginn geti haft það skít-sæmilegt eða betra. Ég man ekki betur en að Skallagrímur (Steini Joð) hafi , svo dæmi sé tekið, verið á móti lækkun tekjuskatts nú um áramótin.

Ef þessi frétt er rétt, að Alcan íhugi að flytja sig á Keilisnesið, þá finnst mér að það sé kominn timi á réttkjörna bæjarfulltrúa í Hafnarfirði að hysja upp um sig buxurnar og axla þá ábyrgð sem þeim var falin. Eins og ég hef áður sagt þá eru þeir kosnir til að taka svona ákvarðanir. Þeir eru ekki kosnir til að geta verið áskrifendur að laununum sínum næstu 4 árin.

Við skulum halda okkur við EF-ið og EF álverið býr sig undir að flytja á Keilisnesi munu þá meirihluti bæjarstjórnar bara yppa öxlum og segja "So be it!". Nei, ég held að Lúðvík og félagar munu þá draga til baka orð sín um að niðurstaðan sé bindandi og leyfa stækkun álversins. Í rauninni gætu þeir ekki annað.

Annars ætti fólk ekki vera neitt undrandi á því þótt fyrirtæki, í þessu kaliberi sem Alcan er, láti ekki bjóða sér að vera stillt svona upp við vegg. Mér finnst þessi frétt, ef sönn reynist, vera rökrétt framhald af frekar mikilli þröngsýni 6382 Hafnfirðinga.


mbl.is Alcan íhugar að reisa álver á Keilisnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband