20.3.2007 | 18:35
Seljum RÚV........
Jæja, þar fór síðasta ástæðan fyrir því að ríkið reki sjónvarps- og útvarpsstöðvar. Formúlan var og er það eina sem ég horfi á í íslensku sjónvarpi.
Nú verð ég að fara brjóta odd af oflæti mínu og horfa á 365 miðla og það meira segja á stöð sem sérhæfir sig í sýningum á tuðrusparki. Reyndar eru þeir neyddir til þess að sýna þetta í opinni dagskrá en hversu oft munu Halti Björn (er hann ekki annars að vinna þarna enn?) og félagar "gleyma" að slökkva á ruglinu þegar kemur að ræsingu í keppnirnar? Örugglega oftar en einu sinni og reyna þannig að neyða þá sem áhuga hafa á þessu til að kaupa áskrift af þessari stöð.
Eftir þennan gjörning þá er slagorð ársins auðvitað, SELJUM RÚV!
Ef einhver af þeim sem hlyntir eru rekstri ríkisins á sjónvarps- og útvarpsstöðvum (aðalega vinstri menn) þá vil ég að spyrja þá einnar spurningar:
Hvað er RÚV að gera svona merkilegt sem einstaklingar geta alls ekki framkvæmt og réttlætir rekstur á svona botnlausri hýt?
Öll svör vel þegin.
Sýn kaupir sýningarrétt á Formúlu 1 kappakstrinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.