13.3.2007 | 12:49
Bullandi samkeppni eða hvað?
Við höfum, að nafninu til, nú 4 olíufélög hér á landi. Shell, Olís, Esso og Atlantsolíu og þeir segja landanum að það sé "bullandi samkeppni" á milli þeirra. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá hefur þessi samkeppni alveg farið fram hjá mér undanfarna mánuði.
Shell, Olís og Esso hef ég litið á sem eitt og sama félagið sem hefur 3 nöfn, 3 kennitölur og 3 höfuðstöðvar. Ég var byrjaður að líta á þetta svona löngu áður en stóra samráðsmálið kom upp.
Ég neita eiginlega að trúa því en miðað við þau verð sem eru í gangi hjá þessum olíufélögum þá virðist sem fjórði hausinn sé að byrja að vaxa á þessa þríhöfða ófreskju og er hann merktur Atlantsolíu.
Ef við skoðum þau verð sem eru í gangi þá lítur þetta svona út:
| Shell | Olís | Esso |
|
Bensín | 114,8 | 114,8 | 114,8 |
|
Diesel | 112 | 112 | 112 |
|
|
|
|
|
|
| Orkan | ÓB | Egó | Atlantsolía |
Bensín | 111,1 | 111,2 | 111,2 | 111,2 |
Diesel | 112 | 112,1 | 112,1 | 112,1 |
Dæmi nú hver fyrir sig um það hversu mikil "bullandi samkeppni" er í gangi á þessum markaði.
Þessi mynd er alltaf klassísk og segir kannski allt sem segja þarf. Vantar kannski fjórða félagan?
Hækkanir í kortunum hjá sjálfsgreiðslustöðvunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.