16.1.2007 | 23:30
Líttu þér nær, Mörður
Mörður, Mörður, Mörður.
Ég og sjálfsagt fleiri finnst að þú ættir að bera ögn meiri virðingu fyrir þínum flokksfélögum og fyrrverandi ráðherrum en þetta og láta það vera að grafa upp þennan óþvera.
Ein ráðlegging til þín Mörður ef þú lest þetta.
Ekki grafa í þennan skítahaug. Þarna er nefnilega ýmislegt sem gæti komið þér og þínum flokki (sem hét reyndar Alþýðuflokkur/Alþýðubandalag/Kvennalisti einhverntíman í forneskju) MJÖÖÖÖG illa.
Ertu búinn að gleyma árinu 1989, veisla á vegum Ólafs Ragnars í ráðherrabústaðnum. Brennivínskaup fjármálaráðherra, Jón Baldvins, í, að mig minnir, 50. afmæli frúar sinnar á kostnað fjármálaráðuneytisins og svona mætti sjálfsagt lengi telja. Þið "jafnaðarmenn" eru sko alls ekki saklausir í svona málum og ættu að láta það ógert að gagnrýna aðra hvað þetta varðar.
Hvað er að því þó að leyfarnar af Framsókn haldi upp á það að vera loksins lausir við Halldór ?
Það eitt er tilefni til mikillar gleði og skil ég þá mjög vel.
Spyr um veisluhöld í Ráðherrabústaðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.