Færsluflokkur: Bloggar
13.3.2007 | 12:49
Bullandi samkeppni eða hvað?
Við höfum, að nafninu til, nú 4 olíufélög hér á landi. Shell, Olís, Esso og Atlantsolíu og þeir segja landanum að það sé "bullandi samkeppni" á milli þeirra. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá hefur þessi samkeppni alveg farið fram hjá mér undanfarna mánuði.
Shell, Olís og Esso hef ég litið á sem eitt og sama félagið sem hefur 3 nöfn, 3 kennitölur og 3 höfuðstöðvar. Ég var byrjaður að líta á þetta svona löngu áður en stóra samráðsmálið kom upp.
Ég neita eiginlega að trúa því en miðað við þau verð sem eru í gangi hjá þessum olíufélögum þá virðist sem fjórði hausinn sé að byrja að vaxa á þessa þríhöfða ófreskju og er hann merktur Atlantsolíu.
Ef við skoðum þau verð sem eru í gangi þá lítur þetta svona út:
| Shell | Olís | Esso |
|
Bensín | 114,8 | 114,8 | 114,8 |
|
Diesel | 112 | 112 | 112 |
|
|
|
|
|
|
| Orkan | ÓB | Egó | Atlantsolía |
Bensín | 111,1 | 111,2 | 111,2 | 111,2 |
Diesel | 112 | 112,1 | 112,1 | 112,1 |
Dæmi nú hver fyrir sig um það hversu mikil "bullandi samkeppni" er í gangi á þessum markaði.
Þessi mynd er alltaf klassísk og segir kannski allt sem segja þarf. Vantar kannski fjórða félagan?
Hækkanir í kortunum hjá sjálfsgreiðslustöðvunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 23:53
Nú er það þrennt....
Í tíð síðustu vinstri stjórnar var talið að það væri aðeins tvennt alveg öruggt í þessu lífi.
1. Við drepumst öll einhvern tíman
2. Skattarnir okkar munu ekki lækka
og nú mörgum árum eftir að síðasta vinstri stjórn hröklaðist frá þá bætist það þriðja við....
Kvenfólk, bílar og bakkgír eiga enga samleið. Það hefur nú sannast.
Allt tal um mun á kynjunum á fullan rétt á sér. Kvenfólkið stendur okkur karlmönnnunum miklu framar þegar kemur að því að bakka bílum. Svona gjörningar eru aðeins á færi kvenfólks að framkvæma.
Eitt langar mig til að vita. Hvernig í ósköpunum tókst henni þetta?
Bakkað yfir tré á Skólavörðustíg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.3.2007 | 21:53
Oftast er ástæða....
Ég fagna þessu framtaki hjá tukta (lögreglunni) að gera smá gangskör í því að stöðva þetta uppdópaða lið. Mín skoðun er sú að þeir sem teknir eru undir áhrifum, hvort það er áfengi eða einhverjir aðrir vímugjafar, að það eigi að kæra þetta lið fyrir tilraun til manndráps. Þetta framferði lýsir miklu skeitingar- og virðingarleysi gagnvart öðrum og á bara að koma þessu liði úr umferð.
Að öðru. Fyrir nokkru þá var mér sögð ástæðan fyrir því að þetta skilti, væri að finna víðsvegar um landsbyggðina. Við sem búum á mölinni vitum að þetta þýðir að það sé brú framundan þar sem aðeins einn bíll kemst yfir í einu. En sannleikurinn er víst sá að þetta skilti er aðallega fyrir sveitavarginn. Að benda þeim á, þegar þeir eru á leiðinni heim eftir sveitaböllin, að það sé bara EIN breið brú framundan en ekki tvær.
Ökumenn á ferð undir áhrifum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2007 | 21:17
Eru tæplega 30% þjóðarinnar svona gleymin
Er þetta virkilega að gerast? Að tæplega 30% þjóðarinnar ætli að gefa vinstri öfgasinnum oddastöðu í næstu kostningum?
Er þjóðin virkilega búin að gleyma hvernig þetta var síðast þegar vinstri menn voru við völd.
Ég man eftir 120% verðbólgu. Mánaðarlegri kaupmáttarrýrnun. Árlegu atvinnuleysi hjá iðnaðarmönnum þegar haustaði. Gengdarlausum skattahækkunum ásamt algjöru stjórn- og metnaðarleysi á öllum sviðum sem leiddi af sér algjöra stöðnun í þjóðfélaginu.
Ég man eftir orðum eins forsætisráðherra í einni vinstri stjórninni: Ísland hefur aldrei verið nær gjaldþroti en einmitt nú!
Þessi maður steingleymdi að minnast á það hver var arkitektinn á bak við yfirvofandi gjaldþrot sem var auðvitað hann sjálfur þar sem hann var alla vegana búinn að vera forsætisráðherra í 6 ár þegar þessi orð voru sögð og einhver ár áður sem ráðherra í öðrum vinstri stjórnum.
Einn bloggari bað um fleiri suðurlandsskjálfta, Heklugos og Kötlugos og það allt á árinu ef vinstri menn komast til valda. Allt það tjón sem af þessum þremur hamförum mun hljótast verða smáaurar, miðað við þann skaða sem vinstri (ó)stjórn mun valda þjóðarbúinu.
Hvernig skildu vinstri menn við borgarsjóð? Einhversstaðar las ég 80 miljarðar í mínus. Ég efast um að aðrir geri betur.
Ég ætla að biðja þjóð mina um það að ef þið þurfið að berja hausnum á ykkur fast við næsta vegg til að muna, í guðana bænum gerið það þá. Höfuðverkurinn sem þið fáið verður ekki verri en þynkan eftir sukkið hjá vinstra liðinu.
Flestir telja að Geir muni standa sig vel sem forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.3.2007 kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.3.2007 | 17:03
Fyrsta hnjaskið
Dante lenti í því að brjóta nögl á framfæti.Þetta var ekki eins slæmt og sýndist og þurfti ekki að fjarlægja klónna.
Komið er albúm sem geymir myndir af hetjunni í aðgerðinni sem hann fór í. Myndirnar voru teknar á GSM síma og eru gæði myndanna eftir því.
Kappanum heilsast eftir atvikum vel og sjálfsagt verður þetta gróið áður en hann giftir sig en hann er voðalega lítill í sér þessa stundina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2007 | 12:24
Gera sér glaðan dag með félögunum
Þetta er allt á réttri leið í kortunum eins Siggi stormur orðað það.
Um daginn var markaðsettur bjór fyrir hunda og nú er kominn matsölustaður fyrir þá.
Ég sé fram á að geta farið út að éta með félögunum og síðan fengið okkur nokkra sveitta á eftir.
Mexico er á langt á undan okkur Íslendingum inn í 21. öldina. Það er næsta víst.....
Er nú ekki kominn tími til að endurskoða hundalöggjöfina hér á landi og vinna bug á þeim fordómum sem í gangi eru gagnvart hundum hér á landi.
Vinna bug á fordómum.... það er tískuorðið í dag
Hundar éta á veitingastað í Mexíkóborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2007 | 20:45
Deep fried rat
Yes!!!!
I love KFC Zinger burgers
Nú veit maður með hverju þeir drýgja hráefnið
Hversu góð ætli lystinn verði þegar kemur að því að fá sér KFC næst
Einhverja hluta vegna þá grunar mig að hún verði ekki neitt alltof góð.
Rottur bregða á leik á veitingastað í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2007 | 10:39
Hjartanlega sammála Villeneuve
Ég get ekki verið meira sammála Villeneuve um það sem hann segir um Kimi.
Ég hef alltaf átt frekar erfitt með skilja hvað sumir sjá svona rosalegt við þennan dreng. Hann er hraður ökumaður og þar með held ég að það sé upptalið. Honum vantar allt sem heitið getur jafnvægi á milli móta og ef árangur hans á milli móta væri settur upp í línuriti þá myndi sjálfsagt línuritið minna helst á þvottabrettin sem einkenna íslensku malarvegina. Maður sem hefur ekki meira jafnvægi á akstri sínum en þetta verður seint heimsmeistari. En batnandi mönnum er best að lifa og það er aldrei að vita nema hann verði tekinn í gegn hjá Ferrari og fari kannski að sýna að það búi eitthvað fleira í honum en þungur bensínfótur.
Villeneuve segir Räikkönen ofmetinn og Massa verði betri hjá Ferrari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2007 | 10:17
Hversu heimskir geta sumir verið?
Af verkunum skuluð þér dæma þá...... sagði einn góður. Ef þetta er það sem koma skal hjá þessum svokölluðu umhverfisinnum, þá lýst mér ekki á það. Reyndar finnst mér að það ætti að gefa löggunni frjálsar hendur gagnvart svona apaköttum.
Ég leit á þessa síðu þeirra og þaðan á síðu sem þeir kalla www.savingiceland.com þvílík endemis þvæla og rugl er í kollinum á þessu liði. Ef Ísland þarfnast einhverjar björgunar, þá hef ég ekki mikla trú á að svona bjánar bjargi miklu.
Þetta er frekar alvarlegt. Í mínum augum er þetta ekkert annað en hryðjuverk í nafni umhverfisverndar. Gjörðir þessara manna hafa ekkert með umhverfisvernd að gera og þeim er andskotans sama um allt sem viðkemur umhverfisvernd. Segjum sem svo að Ísland verði mjög óheppið í næstu Alþingis kosningum og að vinstri öfugsnúnir (vinstri grænir) komist til valda. Það vita allir sem heyrt hafa málflutning vinstri öfugsnúna að það verður algjör stöðnun á öllu sem heita geta framkvæmdir á þessu landi. Ef einhver heldur að það muni stöðva svona fávita þá veður sá sami í villu. Þegar þetta lið kemur til landsins þá á það að fá sömu meðferð og Hell Angels gaukarnir fengu hérna um árið; Lögreglufylgd úr landi og ef það gengur ekki þá á að veita löggunni frjálsar hendur.
Segjast hafa skemmt vinnuvélar í mótmælaskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.2.2007 kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 15:26
Andlitslyftingin
Gunnar ákvað að fá sér smá andlitslyftingu fyrir afmælisdaginn sinn.
Hann eyddi 500.000 kr. í aðgerðina, og var bara mjög sáttur við árangurinn.
Á leiðinni heim stoppar hann hjá blaðasala, og kaupir DV. Áður en hann yfirgaf blaðasalann, segir hann við hann: "ég vona að þér sé sama, þó ég spyrji, en hvað heldur þú að ég sé gamall? Svona ca. 35 ára", segir blaðasalinn. "Ég er nú raunverulega 47 ára", segir Gunnar, mjög stoltur.
Hann kom við á McDonalds á heimleiðinni, og spurði afgreiðslustúlkuna sömu spurningar. Hún svaraði að bragði: "þú ert örugglega ekki degi eldri en 29 ára". "Ég er nú samt 47 ára", og nú leið okkar manni virkilega vel.
Á meðan hann beið eftir strætó, spurði hann gamla konu sömu spurningar. Hún sagði: "ég er nú orðin 85 ára gömul, og sjónin er aðeins farin að gefa sig". "En þegar ég var yngri, kunni ég pottþétta aðferð til að segja til um aldur manna".
Ef ég set höndina niður í nærbuxurnar, og leik mér að eistunum í tíu/ellefu mínútur, þá get ég sagt nákvæmlega hvað þú ert gamall".
Gunnar leit í kringum sig, og sá engan, svo hann hugsaði með sér, ætli maður hafi ekki einhvern tíman gert eitthvað verra en þetta".
Sú gamla rennir hendinni niður í nærbuxurnar. Tíu/ellefu mínútum seinna, segir sú gamla: " OK ég er tilbúinn, þú ert 47 ára".
Stynjandi segir Gunnar "þetta er frábært, hvernig fórstu að þessu?".
Sú gamla horfði rólega á hann og svaraði: " ég var fyrir aftan þig á McDonalds.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar